Laugardaginn 22. nóvember kl. 11:00 verður Opna Rangæingamótið í skák fyrir 16 ára og yngri haldið í Safnaðarheimili Oddakirkju á Hellu.
Tefldar verða 5-6 umferðir (fer eftir þátttöku) eftir monrad-kerfi og verður umhugsunartíminn 10 mín. á keppanda í hverri skák.
Ungmennafélagið Hekla sér um keppnishaldið og verður öllum keppendum boðið upp á léttar veitingar að keppni lokinni.
Veitt verða verðlaun fyrir 3. efstu sætin og allir fá þátttökuskjal.
Keppt verður í eftirfarandi flokkum:
9 ára og yngri (1.-4. bekkur)
10-12 ára (5.-.7. bekkur)
13-16 ára (8.-10. bekkur)
Skráning á mótið fer fram á staðnum, hjá Guðmundi í síma 868-1188 eða með tölvupósti á netfangið broi1970@mi.is (tilgreina þarf nafn, aldur, bekk og félag).