Okkar skólar í mikilli framför samkvæmt PISA

Skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu www.skolamal.is hefur tekið saman afar áhugaverðar niðurstöður úr nýjustu PISA könnunum. Þar kemur fram að skólarnir fimm, Laugalandsskóli, Grunnskólinn Hellu, Hvolsskóli, Víkurskóli og Kirkjubæjarskóli sýna mjög góðan árangur og er meðaltal þeirra langt yfir bæði landsmeðaltali og OECD meðaltali. Að sögn Eddu Antonsdóttur forstöðumanns skólaþjónustunnar þá má leiða líkur að því að hér megi þakka sameiginlegu átaki skólafólksins, foreldra, nemenda og skólaþjónustunnar í lestrarmálunum undanfarin ár. "Við höfum með ýmsum aðgerðum lagt aukna áherslu á vinnu með leshraða og lesskilning upp allan grunnskólann. Það er sannarlega ástæða til að kætast!" 

 

Niðurstöður PISA 2012 og 2015 í skólunum fimm á þjónustusvæði Skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu, Laugalandsskóla, Grunnskólanum Hellu, Hvolsskóla, Víkurskóla og Kirkjubæjarskóla

Miðað er við 90% öryggisbil

 

Læsi á náttúruvísindi 2012

Meðaltal læsis á náttúruvísindi

Öryggisbil frá

 

Öryggisbil til

 

Meðaltal fyrir Ísland

Meðaltal fyrir OECD

451

432

471

478

498

Læsi á náttúruvísindi 2015

Meðaltal læsis á náttúruvísindi

Öryggisbil frá

 

Öryggisbil til

 

Meðaltal fyrir Ísland

Meðaltal fyrir OECD

503

474

531

473

493

Í náttúruvísindum vorum við árið 2012 með 451 stig sem var langt undir bæði landsmeðaltali og OECD-meðaltali. Árið 2015 erum við með 503 stig sem er langt yfir bæði landsmeðaltali og OECD meðaltali og hækkun um 52 stig.

 

Læsi á stærðfræði 2012

Meðaltal læsis á stærðfræði

Öryggisbil frá

 

Öryggisbil til

 

Meðaltal fyrir Ísland

Meðaltal fyrir OECD

474

456

491

493

494

Læsi á stærðfræði 2015

Meðaltal læsis á stærðfræði

Öryggisbil frá

 

Öryggisbil til

 

Meðaltal fyrir Ísland

Meðaltal fyrir OECD

505

476

535

488

490

Í stærðfræði voru skólarnir okkar árið 2012 með 474 stig sem var bæði langt undir lands-meðaltali og OECD-meðaltali. Árið 2015 hefur orðið mikil hækkun og eru stigin nú 505 sem er einnig langt yfir lands- og OECD-meðaltali og nemur hækkunin 31 stigi.

 

Lesskilningur 2012

Meðaltal læsis á stærðfræði

Öryggisbil frá

 

Öryggisbil til

 

Meðaltal fyrir Ísland

Meðaltal fyrir OECD

468

447

489

483

496

Lesskilningur 2015

Meðaltal læsis á stærðfræði

Öryggisbil frá

 

Öryggisbil til

 

Meðaltal fyrir Ísland

Meðaltal fyrir OECD

510

476

543

482

493

Í lesskilningi er svipuð niðurstaða, árið 2012 fengum við 468 stig sem var langt undir lands- og OECD-meðalli. 2015 eru stigin 510 sem er sem fyrr langt yfir báðum meðaltölum og hefur stigafjöldinn hækkað um 42.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?