01. ágúst 2014
Fréttir
Í morgun mætti Ágúst Sigurðsson til vinnu sem nýr sveitarstjóri. Hann hitti starfsfólk á skrifstofu og Drífu Hjartardóttur fráfarandi sveitarstjóra sem afhenti honum lykla og þess háttar.
Hann er síðan að hitta starfsmenn sveitarfélagsins og heimsækja starfsstöðvar í dag og mun halda því áfram eftir helgina þegar starfsemin fer aftur á fullt eftir sumarfrí.