Erindi frá Skaftárhreppi með ósk um að kanna möguleika til sameiningar sveitarfélaganna Skaftárhrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings eystra og Rangárþings ytra var tekið til afgreiðslu á fundi sveitarstjórnar Rangárþings ytra þann 9. desember. Afgreiðslu erindisins var frestað á síðasta fundi sveitarstjórnar og ákveðið að láta fyrst fara fram könnun á afstöðu íbúa í Rangárþingi ytra til sameiningar þessara sveitarfélaga. Í millitíðinni hafði sveitarstjórn Mýrdalshrepps ákveðið að taka ekki þátt í slíkum sameiningarviðræðum að sinni. Niðurstöður könnunar sem Maskína ehf framkvæmdi fyrir sveitarfélagið dagana 1.-8. desember liggja nú fyrir.
Gerð var könnun meðal íbúa í Rangárþingi ytra og náði könnunin til 978 en 603 svöruðu könnuninni eða 61,7% svarhlutfall. Niðurstöður urðu þessar:
Hefja viðræður um sameiningu við Skaftárhrepp og Rangárþing eystra: 21,2%
Hefja viðræður um sameiningu einungis við Rangárþing eystra: 35,3%
Hætta frekari viðræðum að sinni um að sameinast öðrum sveitarfélögum: 43,4%
Niðurstöðurnar gefa til kynna að ekki sé mikill áhugi fyrir því að taka þátt í þeim viðræðum sem Skaftárhreppur óskar eftir. Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur því ákveðið að hafna því erindi Skaftárhrepps. Niðurstöðurnar benda hins vegar til þess að það sé meirihlutavilji fyrir því að hefja viðræður við Rangárþing eystra þar sem 56,5% vilja hefja viðræður um samstarf þar sem Rangárþing eystra er þátttakandi samanborið við 43,4% sem vilja hætta frekari viðræðum af þessu tagi að sinni.
Hér má nálgast eftirfarandi með því að smella á linkina hér að neðan: