01. júní 2022
Fréttir

Rangárþing ytra vill vekja athygli á að í Aldamótaskógi (sjá kort) geta áhugasamir íbúar sér að kostnaðarlausu afmarkað sér reit og ræktað grænmeti. Sveitarfélagið sér um tætingu reitanna.
Hvernig skal bera sig að ?
- Fara á staðinn
- Finna lausan reit í hentugri stærð sem búið er að tæta
- Afmarka hann með lágum staurum og bandi
- Gæta þess að hafa göngubraut á milli garða
- Merkja sér reitinn
- Setja niður
- Hirða svæðið yfir sumartímann og njóta uppskerunnar
Við minnum á að ganga þarf vel um svæðið og virða aðra garða. Í lok sumars þurfa þeir sem nýta svæðið að fjarlægja allt rusl af svæðinu svo það sé tilbúið fyrir tætingu næsta árs.
Nánari upplýsingar veitir Þjónustumiðstöð Rangárþings ytra í s: 4875284.