Lýðheilsugöngur í september!
Rangárþing ytra tekur þátt í lýðheilsugöngum Ferðafélags Íslands í september.
Göngurnar eru fyrir alla fjölskylduna og eru á miðvikudögum kl. 17:30.
Miðvikudaginn 9. september
Ganga hefst við sundlaugina á Laugalandi – þaðan er gengin merkt gönguleið í skógræktarreit Umf. Ingólfs í landi Nefsholts 1.
Göngustjóri: Engilbert Olgeirsson
Miðvikudaginn 16. september
Ganga hefst við skógræktarskiltið í Bolholtsskógi.
Göngustjóri: Sigríður H. Heiðmundsdóttir
Miðvikudaginn 23. september
Ganga hefst við fánastangirnar í Aldamótarskógi.
Göngustjóri: Sigríður H. Heiðmundsdóttir
Miðvikudaginn 30. september
Ganga hefst við Miðjuna á Hellu – þaðan er gengið niður að Ægissíðufossi.
Göngustjóri: Ingibjörg Þ. Heiðarsdóttir
Við höldum fjarlægðarmörkum í göngunum og virðum sóttvarnarreglur.
Lifum og njótum!