20. nóvember 2015
Fréttir
Föstudaginn 20. nóvember var leiksýningin „Grýla og jólasveinarnir“ sýnd í Leikskólanum Laugalandi. Undanfarin ár hefur Þórdís Arnljótsdóttir komið með leikhús í tösku og alltaf hefur verið mikið fjör þegar hún bregður sér í hlutverk Grýlu, allra jólasveinanna, lítillar stúlku sem strýkur að heiman og gamallar einmanna konu. Markmið með sýningunni er að börnin gleðjist, fræðist og fái að taka þátt. Farið er með gamlar vísur um Grýlu, jólasveinakvæði Jóhannesar úr Kötlum og fleiri vísur sem eru leiknar og sungnar. Á sýningunni myndaðist frábær stemning milli barnanna og leikkonunnar sem fór á kostum. Fyrsta og öðrum bekk grunnskólans var boðið að koma og taka þátt í sýningunni en hún var í boði foreldrafélags leikskólans.