Leikskólakennarar óskast til starfa

Í leikskólann á Laugalandi vantar okkur leikskólakennara í tvær 100% stöður.

Leitað er eftir áhugasömum, metnaðarfullum starfsmönnum, körlum jafnt sem konum, sem hafa góða hæfni í mannlegum samskiptum og eru tilbúnir til að vinna eftir sérstökum áherslum skólans.

Einkunarorð skólans eru Viska - Virðing - Vinátta. Helstu áherslur í starfi eru m.a. snemmtæk íhlutun í málþroska, leikur, útikennsla, slökun og fjölbreyttar vinnustundir.

Mikil og góð samvinna er við grunnskólann sem er undir sama þaki og leikskólinn.

Leikskólinn Laugalandi er tveggja deilda leikskóli og er staðsettur að Laugalandi í Holtum. Umhverfi skólans einkennist af fjölbreyttri íslenskri náttúru sem býður uppá endalausa möguleika fyrir leik og nám.

Ef ekki fæst leikskólakennari eða starfsmaður með aðra uppeldismenntun er heimilt að ráða annan hæfan í stöðuna.

Ef þú hefur áhuga þá endilega hafðu samband.

Upplýsingar um leikskólann má finna á https://leikskolinnlaugaland.ry.is en einnig má hafa samband við leikskólastjóra, Sigrún Björk Benediktsdóttir, í síma 488-7042 eða leikskolinn@laugaland.is

Umsóknir ásamt meðmælum skulu sendast á Leikskólann Laugalandi, 851 Hella fyrir 26. nóvember eða á leikskolinn@laugaland.is.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?