Leikskólinn á Laugalandi getur bætt við sig leikskólakennurum eða öðru uppeldismenntuðu fólki næsta haust.
Um er að ræða tvær deildarstjórastöður ásamt stöðum leikskólakennara á deildum.
Leitað er eftir áhugasömu og metnaðarfullu starfsfólki sem hefur góða hæfni í mannlegum samskiptum og er tilbúið til að vinna eftir sérstökum áherslum skólans.
Leikskólinn starfar eftir uppeldisstefnunni Jákvæður agi en hún gengur út á að móta umhverfi sem einkennist af umhyggju og byggist á gagnkvæmri virðingu, reisn, vinsemd og festu.
Mikil og góð samvinna er við grunnskólann sem er undir sama þaki og leikskólinn.
Leikskólinn Laugalandi er er staðsettur að Laugalandi í Holtum og er stefnan að opna þriðju deild leikskólans í haust. Umhverfi skólans einkennist af fjölbreyttri íslenskri náttúru sem býður uppá endalausa möguleika fyrir leik og nám.
Ef þú ert að leita að fjölbreyttu og líflegu vinnuumhverfi, þá endilega hafðu samband.
Umsóknir ásamt meðmælum skulu sendast á Leikskólann Laugalandi, 851 Hella fyrir 26. maí eða á leikskolinn@laugaland.is
Upplýsingar veitir Sigrún Björk Benediktsdóttir, leikskólastjóri
Veffang: https://leikskolinnlaugaland.ry.is
Netfang: leikskolinn@laugaland.is
Sími 487 6633