Þjónustumiðstöð Rangárþings ytra auglýsir til umsóknsar starf véla- og umsjónarmanns.
Í starfinu fellst m.a. vélastjórnun sem og að fylgja eftir viðhaldi og endurnýjun tækja og bifreiða í eigu Þjónustumiðstöðvar ásamt umsjón með húsnæði og lóð.
Næsti yfirmaður er forstöðumaður Eigna- og framkvæmdasviðs Rangárþings ytra.
Helstu verkefni:
- Vélastjórnun
- Viðhald og endurnýjun tækja og bifreiða Þjónustumiðstövar
- Samskipti við birgja og þjónustuaðila
- Margvísleg önnur verkefni sem forstöðumaður felur viðkomandi
- Bakvaktir skv. kerfi Þjónustumiðstöðvar
Hæfniskröfur:
- Vinnuvélaréttindi (meirapróf æskilegt)
- Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi
- Skipulagshæfni
- Hæfni í mannlegum samskiptum mjög mikilvæg
Laun samkvæmt Kjarasamningi Sambands Íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is.
HÆGT ER AÐ SÆKJA UM MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR
Umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og greinargerð þar sem fram kemur ástæða umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Umsóknarfrestur er til og með 15. október 2017.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst að loknu ráðningarferlinu.
Konur sem og karlar eru hvött til þess að sækja um.
Nánari upplýsingar um starfið veitir forstöðumaður Eigna- og framkvæmdasviðs Rangárþings ytra Bjarni Jón Matthíasson í s: 861-5639.