Lausar íbúðalóðir - yfirlit

Eftirfarandi íbúðalóðir eru lausar til umsóknar á Hellu. Um er að ræða fjórar einbýlishúsalóðir og þrjár raðhúsalóðir. Raðhúsalóðum í Guðrúnartúni fylgja ákveðnar kvaðir vegna tenglsa við Lund dvalar- og hjúkrunarheimili.

Unnið er að undirbúningi fyrir næstu íbúðagötur í Ölduhverfi auk þess sem deiliskipulag fyrir hið nýja Bjargshverfi vestan Ytri-Rangár er í vinnslu.

Til að nálgast frekari upplýsingar og staðsetningar lausra lóða í samræmi við neðangreindan lista skal smella hér. Þegar komið er inná síðuna er smellt á "lóðir til úthlutunar". 

Lausar íbúðarhúsalóðir á Hellu:

  • Guðrúnartún 2, Raðhús, 4-6 íbúðir
  • Guðrúnartún 4, Raðhus, 4-6 íbúðir
  • Guðrúnartún 6, Raðhús, 4-6 íbúðir
  • Landalda 22, lóð undir einbýlishús
  • Langalda 26, lóð undir einbýlishús
  • Sandalda 8, lóð undir einbýlishús
  • Kjarralda 5, lóð undir einbýlishús

Umsóknir þurfa að berast a.m.k. fjórum dögum fyrir fundi Byggðaráðs (næsti fundur verður haldinn fimmtudaginn 24. mars). Við úthlutun gilda úthlutunarreglur sveitarfélagsins sem nálgast má á heimasíðu sveitarfélagsins eða með því að smella hér.

Umsóknir fara fram í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins á umsóknarsíðu eða í gegnum viðkomandi lóð á kortasjá sveitarfélagsins, https://www.map.is/ry/ en þar verður hægt að sjá allar nauðsynlegar upplýsingar um allar lausar lóðir á Hellu um miðja næstu viku.

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Sveitarstjóra eða Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti agust@ry.is eða birgir@ry.is

Upplýsingar um lausar atvinnulóðir má nálgast hér. 

Upplýsingar um lausar hesthúsalóðir má nálgast hér. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?