Laus störf í Grunnskólanum á Hellu veturinn 2024–2025

Grunnskólinn Hellu auglýsir eftir umsjónarkennurum, stuðningsfulltrúum og einstaklingi í ræstingar fyrir skólaárið 2024-2025

Lausar eru stöður umsjónarkennara á yngsta-, mið- og elsta stigi í 100% starf

Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Kennararéttindi eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Kennslureynsla æskileg
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð

 

Lausar eru stöður stuðningsfulltrúa á yngsta- og miðstigi, auk þess sem viðkomandi starfa á skóladagheimili eftir að skóla lýkur. Um er að ræða 80-100% stöðu.

Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfi, s.s. stuðningsfulltrúanám.
  • Reynsla og áhugi á að starfa með börnum og ungmennum.
  • Jákvæðni og vilji til að ná árangri í starfi.
  • Góð samskipta- og samstarfshæfni.
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Skipulagshæfni

Einstakling vantar í 70-100% starfshlufall við þrif.

Hæfnikröfur:

  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Þjónustulund

 

Í Grunnskólanum á Hellu verða u.þ.b. 170 nemendur í 1.-10. bekk skólaárið 2024-2025.

Skólinn er Grænfánaskóli og starfar samkvæmt hugmyndafræði Jákvæðs aga.

Einkunnarorð skólans eru virðing – vinátta - víðsýni og er lögð áhersla á að þau einkenni skólastarfið.

 

Frekari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðu skólans með því að smella hér.

Vinsamlegast hafið samband við undirrituð til að fá frekari upplýsingar:

Kristín Sigfúsdóttir skólastjóri á netfang kristins@grhella.is eða í síma 488 7021 / 663 6217

Kristinn Ingi Austmar Guðnas. aðstoðarskólastjóri á netfang kristinn@grhella.is eða í síma 488 7022 / 848 1467

Umsóknarfrestur er til 15. apríl 2024

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Störfin henta jafnt konum sem körlum.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?