Grunnskólinn á Hellu og Grunnskólinn Laugalandi tóku þátt í Skólahreysti sl. fimmtudag þar sem allir skólar af öllu Suðurlandi kepptu.
Grunnskólinn á Laugalandi hreppti þriðja sætið í sínum riðli og Grunnskólinn á Hellu fimmta. Það var svo Hvolsskóli sem sigraði riðilinn.
Við erum mjög stolt af þeim frábæra árangri sem krakkarnir okkar náðu.
Hér er mynd af þátttakendunum frá Laugalandsskóla.
Liðið skipaði Jónas Hilbert Skarphéðinsson, Íris Þóra Sverrisdóttir, Jana Lind Ellertsdóttir og Smári Guðmarsson. Þau voru hvött áfram af frábæru stuðningsliði 8.-10. bekkinga sem stóð vaktina á hliðarlínunni allan tímann.
Hér er mynd af þátttakendunum frá Grunnskólanum á Hellu.
Heiðar Óli Guðmundsson, Daði Freyr Hermannsson, Hekla Steinarsdóttir, Telma Björg Eyjólfsdóttir, Ísold Egla Guðjónsdóttir og Almar Máni Þorsteinsson.