05. mars 2013
Fréttir

Háskólafélag Suðurlands stendur fyrir kynningu á fjarnámsmöguleikum í háskólanámi og undirbúningsnámi fyrir háskólanám. Á kynninguna mæta fulltrúar frá flestum háskólum landsins. Kynningin verður í Fjölheimum við Tryggvagarð, (áður Sandvíkurskóla) milli klukkan 16.00 og 18.00 þriðjudaginn 12. mars. Klukkan 16.00 mun Sveinn Ólafsson bókasafns- og upplýsingafræðingur halda fyrirlestur um notkun landsaðgangs rafrænna tímarita og gagnasafna. Fyrirlesturinn hentar bæði námsmönnum og almenningi sem vill læra á notkun rafrænna upplýsingaveitna.
Allir áhugasamir hjartanlega velkomnir á kynningarnar, líta við og skoða hvernig til hefur tekist með breytingar á húsnæðinu í þágu nýrrar starfsemi.