Kynjajafnréttismál eru mikið rædd í samfélaginu í dag og er ljóst að skólakerfið hefur mikil áhrif á þessi mál. Í gær fengu starfsmenn á Leikskólanum Laugalandi fræðsluerindi frá Jafnréttisnefnd KÍ um jafnréttismál. Okkur finnst mikilvægt að auka meðvitund um jafnéttisfræðslu og þurfa þeir sem vinna með börnum að þekkja birtingamyndir kynjamisréttis og vita hvernig eigi að bregðast við í starfi. Farið var m.a. yfir lykilhugtök, kynjajafnvægi í barnabókum, kerfisbundið misrétti og ólíka félagsmótun kynjanna. Einnig var fjallað um hvernig hægt sé að vinna með hegðun, viðhorf og tilfinningar barna. Veruleikinn greindur í gegnum staðalímyndir, teiknimyndir og orðræðu.
Þetta var mjög áhugavert erindi sem hrissti vel upp í höfðinu á starfsmönnum og hlutverki þeirra varðandi jafnrétti kynjanna.