05. desember 2014
Fréttir
Jólatrjáasala Skógræktarfélags Rangæinga verður sunnudaginn 14. desember n.k. í Bolholtsskógi á Rangárvöllum. Þá býðst fólki að koma í skóginn og höggva sitt eigið tré.
Opið verður frá kl. 13 til kl. 16. Eingöngu er um stafafuru að ræða. Þá verður hægt að fá grenigreinar og köngla. Boðið er uppá hressingu í skóginum.
Í annan tíma er hægt að fá höggin tré hjá umsjónarmanni. Upplýsingar í síma 869-2042.