24. nóvember 2022
Fréttir

Það var fjölmenni þegar ljósin voru kveikt á jólatrénu á árbakkanum seinnipartinn í dag. Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri kveikti á trénu eftir að viðstaddir höfðu talið niður. Bræðurnir Kristinn Ingi og Gunnar Bjarki Guðnasynir léku jólalög fyrir viðstadda og stýrðu dansi í kringum jólatréð.
Jólasveinarnir voru töluvert fyrr á ferðinni en venja er enda voru þeir rammvilltir eftir að hafa lagt af stað úr Heklu eldsnemma einhvern morgunin í vikunni, í raun svo villtir að það þurfti að kalla út björgunarsveitina. Sem betur fer fann Elín Stolzenwald formaður björgunarsveitarinn þá ofarlega á Rangárvöllum en þá fréttu þeir að til stæði að kveikja á ljósunum á trénu á Hellu í dag. Þeir létu greipar sópa í litlu lopasjoppunni í morgun og komu færandi hendi til krakkana eins og þeim er von og vísa. Við þökkum þeim kærlega fyrir að koma til okkar