23. nóvember 2023
Fréttir

Ljósin á jólatrénu á árbakkanum á Hellu verða tendruð fimmtudaginn 30. nóvember kl. 17.
Kristinn Ingi og Gunnar Bjarki leika fyrir dansi og koma okkur í hátíðarskap.
Jólasveinar mæta með stuðið og dansa í kringum jólatréð.
Litla Lopasjoppan býður börnunum upp á nammiglaðning sem jólasveinarnir munu útdeila.
Sjáumst í jólastuði á árbakkanum!