12. mars 2025
Fréttir

Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar voru íbúar Rangárþings ytra 1.940 þann 1. janúar 2025.
1. janúar 2024 voru íbúar 1.867 svo fjölgunin nemur 3,9 % á milli ára eða 73 einstaklingum.
Nú verður fróðlegt að sjá hvort við rjúfum 2000 manna múrinn um næstu áramót en það verður að teljast líklegt miðað við þróun síðustu ára.
Til gamans má geta að 1. janúar 2003, fyrstu áramótin eftir sameiningu sveitarfélaganna í Rangárþing ytra, var íbúafjöldinn 1.433. Á 22 árum hefur íbúum því fjölgað um 507 manns eða rúm 35%.
Gaman er að skoða mannfjöldaþróun og fleiri upplýsingar en nánar má glugga í tölurnar á vef Hagstofunnar.