28. mars 2023
Fréttir
Þó nú sé vetrarlegt um að litast má búast við töluverðri umferð á þvottaplaninu í sumar.
Nú ber til tíðinda en eftir margra ára óskir íbúa um að fá bílaþvottaplan á Hellu liggur nú fyrir leigusamningur á milli Rangárþings ytra og landeiganda að Ægissíðu 4 um bílaþvottaplan.
Þvottaplaninu er ætlað að efla þjónustu við íbúa og gesti sveitarfélagsins þannig að akandi vegfarendur geti sótt þjónustu við þrif á bifreiðum.
Rangárþing ytra mun sjá um rekstur þvottaplansins og ber ábyrgð á öllum kostnaði sem fylgir rekstri þess. Þjónustumiðstöð sveitarfélagsins mun þjónusta þvottaplanið.
Verkefnið er tilraunaverkefni og er til eins árs, frá og með 1. maí 2023.
Auglýst verður á næstu vikum hvenær þvottaplanið verður tilbúið til notkunar.