15. nóvember 2024
Fréttir
Rangárþing ytra boðar til íbúafundar til að kynna vinnu við hönnun nýrrar leikskólabyggingar.
Fundurinn verður haldin í safnaðarheimilinu á Hellu, Dynskálum 8, 5. desember næstkomandi kl. 19:30.
Dagskrá fundar:
- Kynning á hönnun nýs leikskóla á Hellu
- Umræður um nýja gjaldskrá Odda bs.
- Önnur mál
Fundurinn verður sendur út í beinstreymi á facebook-síðu sveitarfélagsins og einnig verður hann tekinn upp.
Sveitarstjórnarfulltrúar og starfsfólk sveitarfélagsins verður á staðnum.