Fasteignagjöld eru árlega lögð á allar fasteignir, nema þær séu undanþegnar með lögum, og ber eigandi á hverjum tíma ábyrgð á greiðslu þeirra. Fasteign telst afmarkaður hluti lands, ásamt lífrænum og ólífrænum hlutum þess, réttindum sem því fylgja og þeim mannvirkjum sem varanlega eru við landið skeytt.
Hvað þýðir álagningarseðillinn minn ?
Gjöld í þéttbýli
Fasteignaskattur almennt
Álagning fasteignaskatts er framkvæmd samkvæmt II. kafla laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga. Sveitarfélögum er skylt að leggja á fasteignaskatt á allar fasteignir sem metnar eru í fasteignarmati 31. desember á næstliðnu ári samkvæmt fasteignaskrá. Fasteignaskattur leggst á nýjar lóðir og mannvirki í hlutfalli við ársálagningu frá næstu mánaðamótum eftir að þau eru skráð og metin í fasteignaskrá, nema þær séu sérstaklega undanþegnar fasteignaskatti með lögum. Fasteignaskattur fellur niður næstu mánaðamót eftir að mannvirki er afskráð í fasteignaskrá.
Gjaldstofn til álagningar fasteignaskatts er fasteignamat. Fasteignaskattur reiknast sem hlutfall af fasteignamati miðað við skráða notkun fasteignar.
Lóðarleiga
1,0% af fasteignamati lóða í eigu sveitarfélagsins. Þó getur sveitarstjórn ákveðið annað leiguhlutfall eða álagningu í krónutölu á hvern fermetra lóðar við sérstakar aðstæður.
Holræsagjald (fráveitugjald)
Af öllum fasteignum í þéttbýli Rangárþings ytra sem liggja við vegi, götur eða opin svæði þar sem fráveitulagnir sveitarfélagsins liggja, skal greiða árlega fráveitugjald og skal því varið til þess að standa straum af kostnaði við fráveitu sveitarfélagsins.
Álagningarstofn fráveitugjalds skal vera fasteignamat húsa, mannvirkja, lóða og landa, samkvæmt lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001 með síðari breytingum.
Fráveitugjald skal nema 0,25% af álagningarstofni fasteigna. Sé ekkert mannvirki á lóð greiðist ekki fráveitugjald.
Vatnsgjald íbúðarhús
Árlega skal greiða vatnsgjald af öllum fasteignum í sveitarfélaginu sem tengdar hafa verið vatnsveitu.
Gjöld miðast við byggingarvísitölu fyrir desember 2019 (146,4) og er uppfært miðað við vísitöluhækkanir fjórum sinnum á ári, í mars, júní, september og desember.
Sjá nánar gjaldskrá fyrir Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps.
Sorpeyðingargjald og Sorphirðugjald
Sorpeyðingargjald og Sorphirðugjald er lagt á skv. 2. mgr., 23. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs og 5. mgr. 59. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Gjaldið miðast við fjölda og stærð íláta við hverja húseign, losunartíðni þeirra og tegund úrgangs. Nánari upplýsingar um gjaldskrá er að finna hér.
Gjöld í dreifbýli
Fasteignaskattur almennt
Álagning fasteignaskatts er framkvæmd samkvæmt II. kafla laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga. Sveitarfélögum er skylt að leggja á fasteignaskatt á allar fasteignir sem metnar eru í fasteignarmati 31. desember á næstliðnu ári samkvæmt fasteignaskrá. Fasteignaskattur leggst á nýjar lóðir og mannvirki í hlutfalli við ársálagningu frá næstu mánaðamótum eftir að þau eru skráð og metin í fasteignaskrá, nema þær séu sérstaklega undanþegnar fasteignaskatti með lögum. Fasteignaskattur fellur niður næstu mánaðamót eftir að mannvirki er afskráð í fasteignaskrá.
Gjaldstofn til álagningar fasteignaskatts er fasteignamat. Fasteignaskattur reiknast sem hlutfall af fasteignamati miðað við skráða notkun fasteignar.
Rotþróargjald heimili og frístundahús
Sveitarfélagið innheimtir árlega rotþróargjald til niðurjöfnunar á kostnaði við hreinsun og tæmingu rotþróa skv. 22. gr. samþykktar um fráveitur í Rangárþingi ytra.
Sjá nánar gjaldskrá um fráveitu- og rotþróargjald í Rangárþingi ytra.
Vatnsgjald íbúðarhús
Árlega skal greiða vatnsgjald af öllum fasteignum í sveitarfélaginu sem tengdar hafa verið vatnsveitu.
Gjöld miðast við byggingarvísitölu fyrir desember 2019 (146,4) og er uppfært miðað við vísitöluhækkanir fjórum sinnum á ári, í mars, júní, september og desember.
Sjá nánar gjaldskrá fyrir Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps.
Sorpeyðingargjald og Sorphirðugjald
Sorpeyðingargjald og Sorphirðugjald er lagt á skv. 2. mgr., 23. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs og 5. mgr. 59. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Gjaldið miðast við fjölda og stærð íláta við hverja húseign, losunartíðni þeirra og tegund úrgangs. Nánari upplýsingar um gjaldskrá er að finna hér.
Ef einhver spurningar koma upp er hægt að leita til skrifstofu Rangárþings ytra.
Sími 4887000 – netfang ry@ry.is