Hunda- og kattaeigendur í þéttbýli A.T.H.
Af gefnu tilefni er þeim tilmælum hér með beint til eigenda hunda og katta, að í gildi er samþykkt nr. 632/2012 um hunda- og kattahald í Rangárþingi ytra.
Eigendur/umráðamenn eru hvattir til að kynna sér vel efni samþykktarinnar sem er aðgengileg á heimasíðu Rangárþings ytra www.ry.is og fara í einu og öllu að ákvæðum hennar svo forðast megi óþægindi og kostnað sem leiðir af brotum.
Starfsmenn þjónustumiðstöðvar fara með eftirlit og framkvæmd samþykktarinnar sbr. III kafla 15. gr. og er skylt að bregðast við öllum kvörtunum sem berast um óskráða hunda og ketti og lausagöngu þeirra. Skráning dýra fer fram á skrifstofu sveitarfélagsins.
Búast má við hertum aðgerðum í kjölfar þessarar tilkynningar vegna síendurtekinna kvartana sem berast Þjónustumiðstöð.
Forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar Rangárþings ytra,
Tómas Haukur Tómasson
Samþykktina má nálgast í heild sinni hér.
Gjaldskrá má nálgast hér.