Hönnun 1. áfanga að ljúka

Vinna við hönnun 1. áfanga á skólasvæðinu á Hellu, sem er viðbygging við Grunnskólann á Hellu, er á áætlun og öll útboðsgögn eiga að vera tilbúin um næstu áramót. Reiknað með því að unnt verði að bjóða út jarðvinnu fljótlega í janúar 2022. Búið er að semja við Steypustöðina um forsteyptar einingar í húsið en þær fara í framleiðslu í apríl 2022. Gert er ráð fyrir að búið verði að reisa húsið í lok júní 2022 og að það verði tilbúið til notkunar í lok árs 2022. Myndband og teikningar má nálgast hér að neðan.

Hér má sjá myndband af 1. áfanga

Hér má nálgast teikningar.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?