19. apríl 2022
Fréttir
Oft hafa komið upp hugmyndir um hjólabrettagarð á Hellu. Sveitarstjórn ákvað síðasta haust að setja 15.000.000 kr á fjárhagsáætlun fyrir árið í ár til þess að verkefnið gæti orðið að veruleika. Hjólabrettagarðuinn verður staðsettur við Eyjasand, á opnu svæði milli Baugöldu og Langöldu.
Búið er að ganga frá pöntun á römpum og er gert ráð fyrir að hjólabrettagarðurinn verði vígður í tengslum við Töðugjöld sem haldin verða 12.–14. ágúst 2022.
Það er því mikil tilhlökkun í loftinu og verður þetta skemmtileg viðbót við afþreyingu á Hellu.
Frétt þessi birtist í fréttabréfi Rangárþings ytra sem nálgast má hér.