24. ágúst 2020
Fréttir
Þann 13. júlí sl. hófst verkefnið Heilsuefling eldri aldurshópa í umsjón Anítu Þorgerðar Tryggvadóttur, íþrótta- og heilsufræðings. Hefur Aníta verið með svokallaða viðverutíma í íþróttahúsinu á Hellu frá 11:00-14:00 á mánudögum og miðvikudögum þar sem eldri einstaklingum sveitarfélagsins hefur staðið til boða að koma og gera æfingar undir hennar leiðsögn. Lögð var áhersla á þol- og styrktarþjálfun samhliða liðkandi æfingum. Þátttaka hefur verið vonum framar og hefur myndast gott andrúmsloft meðal þátttakenda. Einnig hefur verið virkur gönguhópur sem fer í göngur alla daga klukkan 10:30 og þangað hafa allir verið velkomnir.