Töðugjöldin eru þrítug í ár og verður dagskráin fjölbreytt og skemmtileg fyrir fólk á öllum aldri.
Rangárþing ytra er heilsueflandi samfélag og því var ákveðið að efna til heilsueflandi hverfakeppni til að hvetja fólk til hreyfingar og vonum við að sem flestir íbúar taki þátt.
Keppnin er þríþætt og verða úrslitin kynnt á kvöldvöku Töðugjalda 17. ágúst næstkomandi.
SUNDKEPPNI: Fáðu þér sundsprett í sundlauginni á Hellu og skráðu metrana fyrir þitt hverfi í afgreiðslunni þegar þú kemur uppúr
HLAUPASTIG: Taktu þátt í Töðugjaldahlaupinu 16. ágúst og fáðu stig fyrir þitt hverfi - þátttaka = 1 stig (skráð á staðnum)
BÚNINGASTIG: Mættu í búning í 1 km skemmtiskokkið (eða lengri vegalengdir) í Töðugjaldahlaupið 16. ágúst og fáðu stig fyrir þitt hverfi - búningur = stig (skráð á staðnum)