Átt þú gömul gleraugu sem þú ert ekki að nota?
Lionshreyfingin tileinkar októbermánuði sjónvernd og af því tilefni stendur Lionsklúbburinn Rangá fyrir gleraugnasöfnun í Rangárvallasýslu. Tekið er á móti notuðum gleraugum og þeim gefið nýtt líf þar sem þau eru yfirfarin og svo send til landa þar sem fólk þarfnast þeirra. Tilvalið að gefa gömlum gleraugum nýtt líf í stað þess að láta þau liggja ónotuð ofaní skúffu.
Söfnunarkassar verða í Olís á Hellu og Kjarval á Hvolsvelli til 7. nóvember.
Lionsklúbburinn Rangá er samanstendur af hressum konum og fundar 2. og 4. hvern fimmtudag í litla salnum í Hvolnum, Hvolsvelli. Helstu markmið Lions eru að láta gott af sér leiða og hafa gaman saman. Öllum er velkomið að koma á fund og kynna sér starfsemi klúbbsins.
Einnig er hægt að kynna sér starfsemi Lions á vefsíðunni www.lions.is