30. október 2024
Fréttir

Gatnamótum Þingskála og Dynskála verður lokað í dag, 30. október 2024, vegna vinnu við fráveitutengingar.
Reynt verður að haga því þannig að gatnamótin verði ekki lokuð lengur en þurfa þykir, en líklega varir lokunin fram á föstudaginn 1. nóvember.
Grænu línurnar á myndinni sýna lokanir.
Beðist er velvirðingar á óþægindum.