21. júlí 2015
Fréttir
Vegagerðin hefur gefið heimild til framkvæmda við malbikun á hringvegi 1, Hellu sem mun eiga sér stað þriðjudaginn 21. júlí. Hringtorg verða lokuð að hluta meðan á framkvæmdum stendur.
Umferðarstýring verður á svæðinu meðan á framkvæmdum stendur.Gert er ráð fyrir að framkvæmdin standi milli kl. 08:00 og 19:00. Hjáleiðir verða merktar skv. viðlögðu plani.Umferð úr hverfum verður stýrt eins og við á hverju sinni.Ábyrgðamaður framkvæmdar hjá Vegagerðinni er Friðrikka J. Hansen sími 692-6817 og ábyrgðarmaður hjá verktaka er Auðunn Pálsson sími 660-1906.Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar á vinnusvæðinu og sýna aðgát.