Garðeigendur athugið!

Kæri garðeigandi,

Rangárþing ytra hvetur garðeigendur til að bregðast við og klippa tré sín svo þau hvorki hindri vegfarendur, hylji umferðarskilti né dragi úr götulýsingu. Einnig þurfa snjóruðningstæki að komast óhindrað um á þeim dögum sem trjágreinar slúta undan snjóþunga.

Þarfnast úrbóta hjá þér ?

Þessi atriði þurfa að vera í lagi:

- Umferðarmerki verða að vera sýnileg.

- Gróður má ekki byrgja götulýsingu.

- Gangandi og hjólandi þurfa að eiga greiða leið um gangstíga.

- Þar sem vélsópar og snjóruðningstæki fara um má lágmarkshæð gróðurs yfir stígum ekki vera lægri en 2,8 metrar.

- Þar sem sorphirðubílar þurfa að komast eftir stétt eða stíg má gróður ekki vera neðar en 4,2 metrar, sambærilegt við akbraut.

Garðeigendur bera ábyrgð á sínum gróðri.

Þjónustumiðstöð Rangárþings ytra

Sími: 4875284

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?