14. desember 2018
Fréttir

Formaður nemendaráðs Laugalandsskóla, Guðný Salvör Hannesdóttir frá Arnkötlustöðum veitti gjafabréfinu viðtöku. Ljósmynd/Aðsend
Í tilefni af 60 ára afmæli Laugalandsskóla gáfu Foreldrafélag Laugalandsskóla, Kvenfélagið Framtíðin, Kvenfélagið Eining og Kvenfélagið Lóa allan búnað fyrir nýjan frisbígolfvöll sem settur verður upp á Laugalandi.
Gjöfin var afhent í afmælisveislunni sem haldin var þann 8. desember síðastliðinn.
Völlurinn verður settur upp með vorinu og mun hann þá nýtast nemendum og starfsfólki Laugalandsskóla, nemendum og starfsfólki leikskólans á Laugalandi, íbúum sveitarfélaganna í kring, sem og gestum og gangandi.