Fulltrúar Hellisins keppa á Samfés

USSS, undankeppni Samfés á Suðurlandi fór fram 14. mars sl. í Njálsbúð. Fulltrúar Hellisins voru mættir til leiks og gaman er að segja frá því að þau komust áfram og keppa því á söngkeppni Samfés í maí!

Hópinn skipa Manúela Maggý Morthens sem syngur, Unnur Edda Pálsdóttir á píanó, Ómar Azfar Valgerðarson Chattha á selló, Mikael Máni Leifsson á trommur og Indriði Gústavsson á bassa.

Þau fluttu lagið „Heal“ sem er einmitt eftir Manúelu Maggý.

Innilega til hamingju krakkar og við hlökkum til að fylgjast með ykkur á söngkeppni Samfés!

Hópurinn á sviði: