08. janúar 2025
Fréttir
Sveitarfélagið bendir foreldrum barna sem verða 6 ára á árinu, fædd 2019, á að þau eiga nú rétt á frístundastyrk sveitarfélagsins.
Frístundastyrkur er í boði fyrir öll börn með lögheimili í Rangárþingi ytra frá 6–16 ára og miðast styrkurinn við fæðingarár.
Upphæðin fyrir hvert barn er kr. 57.000 árið 2025.
Styrkinn er hægt að nýta upp í allt íþrótta og frístundastarf sem samræmist reglum sveitarfélagsins. Bent er á að tónlistarnám telst einnig styrkhæft.
Nánar má lesa um frístundastyrkinn með því að smella hér og reglunar má lesa hér.