Félags- og skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu auglýsir stöðu framkvæmdastjóra byggðasamlagsins lausa til umsóknar. Gerð er krafa um framhaldsmenntun og starfsréttindi í félagsráðgjöf. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af stjórnun í opinberri stjórnsýslu og hafi þekkingu á viðeigandi lagaumhverfi. Gerð er krafa um reynslu og þekkingu á rekstri og mjög góða færni í mannlegum samskiptum.
Umsóknarfrestur er til 21. október 2022 og æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.
Umsóknum skal fylgja ferilskrá, prófskírteini, starfsleyfi og sakavottorð og skulu þær sendar formanni stjórnar byggðasamlagsins í tölvupósti á sveitarstjori@vik.is eða á skrifstofu Mýrdalshrepps, Austurvegi 17 Vík.
Nánari upplýsingar veitir formaður stjórnar Einar Freyr Elínarson í síma 8231320 eða í tölvupósti sveitarstjori@vik.is