25. júlí 2016
Fréttir

Í gærkvöldi voru fyrstu tónleikar tónleikaraðarinnar Sumar í Odda. Sumar í Odda er orðin rótgróin viðburður í Rangárþingi ytra sem kirkjukór Odda- og Þykkvabæjarkirkju heldur utanum. Í gærkvöldi komu fram Olga vocal ensample.Tónleikarnir heppnuðust frábærlega og skilaði hljómur raddsterkra karlanna í Olgu sér vel í Oddakirkju.
Næstu tónleikar verða:
11. ágúst kl. 20:00 Kristrún Steingrímsdóttir, ásamt gestum.
25. ágúst kl. 20:00 Sara Mjöll Magnúsdóttir píanóleikari og félagar.
15. sept kl. 20:00 Kirkjukór Odda- og Þykkvabæjarkirkju.