22. september 2020
Fréttir
Á skipulagsdegi föstudaginn síðasta, 18. sept, sátum við starfsmenn Heklukots skyndihjálparnámskeið ásamt starfsmönnum frá leikskólanum á Laugarlandi.
Námskeiðshaldari var Herdís Storgaard en hún er menntaður hjúkrunarfræðingur og hefur unnið að slysavörnum barna frá árinu 1991. Hún hefur fengið tvær alþjóðlegar viðurkenningar og þrjár íslenskar fyrir störf sín á þágu forvarna ásamt því að hljóta heiðursmerki hinar íslensku fálkaorðu árið 2015 fyrir brautryðjandastörf að slysaforvörnum barna. Herdís er verkefnisstjóri Miðstöðvar slysavarna barna sem er góðgerðarfélag en þar er rekin fræðsla og ráðgjöf fyrir foreldra og aðra sem starfa með börnum.
Þetta var góður og fræðandi dagur