Förgun jólatrjáa

Skógræktarfélag Rangæinga vill vekja athygli þeirra sem keyptu lifandi „jólatré“ af félaginu eða öðrum að koma trjánum á grenndarstöð hjá sveitarfélaginu.

Í Rangárþingi ytra er grenndarstöð staðsett austan við gamla hesthúsahverfið á Hellu. Þar verður trjánum safnað saman og þau síðan kurluð næsta vor og efnið nýtt í göngustíga og beð eins og t.d í Aldamótaskógi. Með þessu er náð hámarks nýtni á afurðinni.

Mikilvægt er að enginn annar úrgangur sé settur með trjánum, aðeins tré og stærri greinar. Ánægjulegt er að geta þess að nú leggst Rangárþing ytra á árarnar með Skógræktarfélagi Rangæinga og ætlar að bæta umgengni á trjáviði sem fellur til hjá sveitarfélaginu og hefur hingað til verið keyrður niður í syðri malarnámuna í Aldamótaskógi.

 

Hér má sjá staðsetninguna á Hellu, þar sem græni kassinn er:

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?