17. nóvember er alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa. Í ár var sérstök áhersla á vitundarvakningu varðandi svefn og þreytu undir stýri en fjölmörg umferðarslys má rekja ár hvert til þess að ökumenn eru of þreyttir eða sofna undir stýri.
Nánar má lesa um atriði til að hafa í huga varðandi þetta á vef samgöngustofu en helstu punktar til að forðast það að sofna undir stýri eru:
- Vera úthvíld áður en lagt er af stað.
- Stoppa reglulega, teygja úr sér og hvíla sig aðeins.
- Gæta þess að nærast vel og drekka nægan vökva.
- Skiptast á að keyra ef fleiri en einn ökumaður er með í för.
- Passa að hafa ekki of heitt í bílnum.
- Ekki skilja ökumanninn einan eftir vakandi í bílnum.
Ef ekkert ofangreint virkar og syfjan nær yfirhöndinni skal:
- Hætta akstri.
- Finna öruggan stað til að leggja bílnum og taka blund.
Björgunarsveitafólk er oft meðal fyrstu viðbragðsaðila þegar umferðarslys verða og stóð Flugbjörgunarsveitin á Hellu fyrir minningarstund fyrir utan húsakynni sín.
Samverustundin var tilfinningarík og falleg og eftirfarandi myndir eru frá Elínu Stolzenwald, formanni sveitarinnar.
Flugbjörgunarsveitin á Hellu er afar öflug sveit sem sinnir fjölda útkalla ár hvert.
Það viðraði vel til minningarstundar í köldu blíðviðrinu - þarna má sjá öflugan tækjaflota sveitarinnar.
Tilfinningarík stund
Elín, formaður, ávarpar hópinn.
Tækjaflotinn
Kristján Arason, prestur, ávarpaði hópinn.
Kristján Arason ávarpar hópinn í húsakynnum sveitarinnar.