09. janúar 2014
Fréttir

Mánudaginn 13. Janúar klukkan 13.30 verður haldinn stofnfundur klasans Ferðamálaklasi Rangárþings Ytra og Ásahrepps í Árhúsum á Hellu.
Markmiðið með klasanum er að efla ferðaþjónustu milli Eystri Rangár og þjórsár. Að byggja upp samstarfsvettvang milli aðila í ferðaþjónustu og þjónustu tengdum greinum. Á fundinum verður farið yfir verkáætlun og fjallað verður um framtíðar uppbyggingu svæðisins og farið yfir möguleika til vaxtar innan greinarinnar.
Allir aðilar sem hafa áhuga á ferðamálum sem og hagsmunaaðilar eru velkomnir á fundinn.
Fyrir hönd óstofnaðs klasasamstarfs
Reynir Friðriksson
Klasastjóri