Hella
Hella

Eigna- og framkvæmdasvið Rangárþings ytra leitar að duglegum og metnaðarfullum starfsmanni til þess að hafa umsjón með og sinna almennum viðhaldsverkefnum á eignum sveitarfélagsins ásamt snjómokstri og öðrum tilfallandi verkefnum.

Um fullt starf til framtíðar er að ræða.

Við leitum að einstaklingi sem er drífandi og býr yfir sjálfstæðum vinnubrögðum.

Hæfniskröfur:

  • Sveinspróf í húsasmíði æskilegt
  • Hafa gott vald á íslensku eða ensku í ræðu og riti
  • Fagleg og nákvæm vinnubrögð
  • Frumkvæði og sjálfstæði
  • Góð mannleg samskipti
  • Bílpróf er nauðsyn
  • Vinnuvélaréttindi eru kostur

Umsóknarfrestur er til 27. október 2022 og æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.

Umsóknum skal fylgja starfsferilskrá, prófskírteini og kynningarbréf og skulu þær sendar á tomas@ry.is eða til Rangárþings ytra, Suðurlandsvegi 1-3, 850 Hellu.

Nánari upplýsingar veitir Tómas Haukur Tómasson, forstöðumaður eigna- og framkvæmdasviðs í s: 8946655 eða í tölvupósti tomas@ry.is .

Hjá Rangárþingi ytra starfa um 150 manns í allt hjá hinum ýmsu stofnunum en skrifstofa og þjónustumiðstöð sveitarfélagsins er staðsett á Hellu. Hjá Eigna- og framkvæmdasviði starfa að jafnaði 6-8 manns auk sumarstarfsfólks og vinnuskóla.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?