08. júlí 2013
Fréttir

Dagana 30. júní – 5. júlí hélt Dagný Brynjarsdóttir landsliðskona í knattspyrnu knattspyrnunámskeið á Hellu. Kennt var í tveimur hópum, krakkar fæddir 2002 - 2003 og 2004 - 2005.
Námskeiðið heppnaðist vel og það voru ánægðir og stoltir krakkar sem stilltu sér upp á mynd með Dagný á góðri stund eftir námskeiðið.
Dagný er svo sannarlega stolt okkar Rangæinga og megi henni farnast vel í sínum verkefnum í framtíðinni.