21. október 2013
Fréttir

Á www.visir.is kemur fram að Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir skoruðu mörk háskólaliðs Florida State í 2-1 sigri á Maryland í gær.
Berglind kom heimakonum á bragðið með fallegu marki eftir að hafa leikið varnarmenn gestaliðsins grátt. Dagný var svo mætt inn á teiginn til að afgreiða snyrtilega fyrirgjöf frá hægri. Gestirnir minnkuðu muninn í lokin en máttu sætta sig við tap.
Florida State er enn ósigrað á tímabilinu. Liðið hefur unnið 21 leik og gert fimm jafntefli. Auk þess hefur liðið ekki tapað á heimavelli í 29 leikjum sem er met í NCAA deildinni.
Mörkin hjá Berglindi og Dagnýju má sjá í fréttinni sem er hér að neðan. Þar er einnig rætt við leikmennina tvo sem eru í stórum hlutverkum hjá liði sínu.