10. október 2013
Fréttir
Eftirfarandi var bókað á 36. fundi hreppsráðs þann 20. september síðastliðinn:
4.2 Kapalkerfið á Hellu.
Hreppsráð samþykkir að þar sem íbúar hafa í dag mikla möguleika á þjónustu með ljósleiðara og ljósneti, þá verði kapalkerfinu haldið úti án gervihnattarsendinga, en með digital útsendingum sjónvarps og útvarps. Afnotagjöldin verði óbreytt að sinni, en skoðað verði hvort réttlætanlegt sé að reka kapalkerfið áfram.