Blómlegt starf Tónlistarskóla Rangæinga

Tónlistarskóli Rangæinga starfar í allri Rangárvallasýslu og fer kennsla fram á Hellu, að Laugalandi og á Hvolsvelli.

Á nýlegum fundi stjórnar skólans kom ýmislegt fróðlegt fram um blómlega starfsemi hans.

181 einstaklingur er skráður í nám skólaárið 2024–2025. Sum nema fleiri en eina grein, t.a.m. eru 7 skráð í nám á tvö hljóðfæri og 25 nema sönglist samhliða hljóðfæranámi.

Píanónám er vinsælast en fast á hæla þess fylgir söngnám. Fjöldi hljóðfæra er þó í boði eins og sjá má í skýrslu skólans hér fyrir neðan ásamt ýmsum fróðleik.

Skólinn er duglegur að halda nemendatónleika en framundan er einmitt tónleikaröð í nóvember, alls 16 tónleikar. Tónleikadagskrána má nálgast hér.

 

Hér fyrir neðan má lesa skýrslu skólans sem lögð var fram á síðasta fundi stjórnar:

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?