Betra aðgengi að opinberri þjónustu - Rangárþing ytra á island.is

Nú er hægt að fara inn á Íbúagátt sveitarfélagsins og skrá sig inn á vefgátt island.is og sjá þar yfirlit um þjónustu sveitarfélagsins gagnvart íbúum. Island.is er er leiðarvísir að opinberri þjónustu og liður í að auðvelda almenningi aðgang að henni. Hægt er að skrá sig inn með sama veflykli og notaður er hjá Ríkisskattstjóra eða með rafrænum skilríkjum.

Íbúar eru hvattir til að nýta sér þessa nýjung og skoða sín mál gagnvart sveitarfélaginu á rafrænan hátt.

Íbúagátt er hægt að komast inn á með því að smella á samnefndan takka ofarlega til vinstri á forsíðu www.ry.is.

 

Leiðbeiningar varðandi innskráningu og auðkenni:

  • Hafir þú gleymt eða glatað aðalveflykli þínum, þá er auðvelt að sækja um nýjan á skattur.is.Inni á skattur.is velur þú "Týndur veflykill" vinstra megin á skjánum og þá býðst þér að fá nýjan lykil sendan í heimabanka samstundis eða í pósti á lögheimili þitt. Ef þú ert með veflykil sem þú hefur fengið sendan í pósti, þá þarftu fyrst að fara inn á þjónustusíðu þína á skattur.is og breyta honum (þar með er hann orðinn varanlegur). Síðan getur þú nýtt hann til þess að auðkenna þig.
  • Hægt er að fá rafræn skilríki hjá bönkum, sparisjóðum og Auðkenni. Nánari upplýsingar er að finna á vefnum skilríki.is.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?