Barnalífeyrir vegna náms eða starfsþjálfunar

Meðfylgjandi er kynningarbréf frá Tryggingastofnun vegna barnalífeyris vegna náms eða starfsþjálfunar. Það er mikilvægt að koma þessu bréfi til flestra sem vinna með ungmennum 18-20 ára sem gætu átt rétt á greiðslum.

Til þess að fá greiddan barnalífeyri vegna náms eða starfsþjálfunar frá 1. september þarf að skila inn fullgildri umsókn og fylgigögnum í ágúst. 

Fyrir þá sem fengu greiddan barnalífeyri á vorönn 2012 vegna náms eða starfsþjálfunar nægir  að skila inn skólavottorði.

Afgreiðslutími umsókna er 6-8 vikur eftir að umsókn og öllum fylgigögnum hefur verið skilað inn.


Ef réttur er til greiðslna er ákvarðað frá 1. næsta mánaðar eftir að umsókn ásamt fylgigögnum hefur verið skilað inn.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?