Byggðasamlagið Oddi bs óskar eftir að ráða skólastjóra við Laugalandsskóla í Rangárþingi ytra. Leitað er eftir einstaklingi sem hefur áhuga á að leiða öflugt skólasamfélag með einstaklingsmiðað nám, skapandi starf og umhverfismennt að leiðarljósi.
Á starfssvæði byggðasamlagsins búa um 2.300 íbúar en það eru sveitarfélögin Rangárþing ytra og Ásahreppur sem standa að Odda bs. Laugalandsskóli er heildstæður grunnskóli með um 100 nemendur. Einkunnarorð skólans eru: Samvinna, traust og vellíðan í leik og starfi. Hafinn er undirbúningur að endurhönnun skólabyggingarinnar og leiksvæða við skólann.
Nánari upplýsingar um skólann má finna á www.laugalandsskoli.is.
Ráðið verður í stöðuna frá 1. ágúst næstkomandi eða fyrr eftir samkomulagi.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Veita faglega forystu og leiða þróun skólastarfs til framtíðar í samræmi við skólastefnu sveitarfélaganna sem standa að byggðasamlaginu Odda bs, aðalnámskrá grunnskóla og lög um grunnskóla. Skólastefnuna má finna með því að smella hér.
- Stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi skólans.
- Bera ábyrgð á starfsmannamálum, s.s. ráðningum, starfsþróun og vinnutilhögun.
- Bera ábyrgð á samstarfi við aðila skólasamfélagins.
Menntunar- og hæfnikröfur:
- Leyfisbréf sem grunnskólakennari og farsæl kennslureynsla í grunnskóla.
- Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar eða uppeldis- og menntunarfræða og farsæl stjórnunarreynsla.
- Færni og reynsla í starfsmannastjórnun, stefnumótun og áætlanagerð.
- Hæfni í samskiptum og metnaður til árangurs.
- Reynsla í fjármálastjórnun kostur.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Samninganefndar sveitarfélaga (SNS) og Skólastjórafélags Íslands (SÍ). Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri byggðasamlagsins Odda bs.
Umsóknarfrestur er til 2. apríl 2024. Umsóknum skal skila á netfangið jon@ry.is. Með umsókn skal skila starfsferilskrá, nöfnum tveggja eða fleiri umsagnaraðila, stuttri kynningu á umsækjanda og greinargerð þar sem umsækjandi gerir grein fyrir sýn sinni á skólamál og faglegri reynslu og getu sem nýtist í starfi.
Frekari upplýsingar um starfið veitir Jón Valgeirsson sveitarstjóri í gegnum netfangið jon@ry.is eða í síma 4887000. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Réttur er áskilinn til að hætta við ráðningu og/eða auglýsa stöðuna að nýju.
Á Laugalandi í Rangárþingi ytra eru auk grunnskólans, leikskóli og íþróttahús auk sundlaugar og útileiksvæða. Þá eru á staðnum nokkrar íbúðir. Nemendur í Laugalandsskóla búa flestir í dreifbýlinu og koma með skólabílum á staðinn. Næsta þéttbýli er á Hellu en þar er margvísleg þjónusta og kraftmikil uppbygging, m.a. hvað varðar fjölbreytt íbúðarhúsnæði. Á svæðinu eru ótal möguleikar til að sinna áhugamálum og útiveru af öllu tagi. Í Rangárþingi er gott mannlíf og þar er tekið vel á móti fólki.