Auglýsing um útgáfu framkvæmdaleyfis  í Rangárþingi ytra

Auglýsing um útgáfu framkvæmdaleyfis í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 10. gr. reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi er hér auglýst ákvörðun sveitarstjórnar um útgáfu framkvæmdaleyfis vegna matsskyldrar framkvæmdar

Þingskálavegur, endurbygging og lagning.

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 8. nóvember 2023 að gefið yrði út framkvæmdaleyfi til Vegagerðarinnar vegna framkvæmda við lagningu og endurbyggingu Þingskálavegar frá Heiði og fram yfir Bolholt. Ákvörðun Skipulagsstofnunar dags. 20. desember 2023 liggur fyrir þess efnis að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulagsfulltrúi hefur gefið út framkvæmdaleyfið dags. 21. desember 2023.

Gögn framkvæmdaleyfis má nálgast hér. 

Samkvæmt 30. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana má kæra ákvörðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er til 22. janúar 2024.

Öll gögn framkvæmdaleyfisins liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu, í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, www.skipulagsgatt.is og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

 

Har. Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?