Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Auglýsing um skipulagsmál í Rangárþingi ytra

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar lýsingar skipulagsáforma að breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016/2028.

Galtalækjarskógur L165042 og Merkihvoll L192626. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 8. maí 2024 að gerðar yrðu breytingar á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 fyrir jarðirnar Galtalækjarskóg og Merkihvol í Landsveit. Landnotkunarflokkar sem breytingin nær til og fá breytta lögun eru þessir: Reitur AF5 (Afþreyingar- og ferðam.sv.) fellur út. Í hans stað kemur nýr reitur F82 Frístundahús. Frístundahúsareitur F43 færist til norðurs. Reitur OP1 (Opin svæði) breytist og stækkar umtalsvert. Reitur VÞ7 (Verslun- og þjónusta) fær jafnframt breytta lögun. Jafnframt er óskað eftir heimild til deiliskipulagsgerðar þar sem gert verði ráð fyrir allt að 50 frístunda/orlofshúsum á F43 og F82 og alhliða ferða- og gistiþjónustu á VÞ7 með byggingu allt að 1500 m² gistihúss ásamt allt að 50 gistiskálum til útleigu.

 

Skipulagsgögn má nálgast hér.

 

Lerkiholt L195063 og Minna-Hof. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 8. maí 2024 að gerðar yrðu breytingar á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028. Svæðin sem breytingin nær yfir er annars vegar Meiri-Tunga land L195063 (Lerkiholt) og hins vegar 5 lóðir úr Minna-Hofi á Rangárvöllum. Bæði svæðin eru skilgreind landbúnaðarsvæði og eiga að breytast í íbúðasvæði með möguleika á fastri búsetu og rekstri ferðaþjónustu.

 

Skipulagsgögn má nálgast hér.

 

Geitasandur og land úr Geldingalæk. Breyting á landnotkun í aðalskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 8. maí 2024 að gerðar yrðu breytingar á landnotkun í aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028. Svæðin sem breytingin nær til eru Geitasandur (L199603) og Geldingalækur (L164490). Jarðirnar eru samanlagðar um 3476,7 ha að stærð. Varðandi Geitasand er gert ráð fyrir að fella út hluta af skógræktar- og landgræðslusvæði SL5 innan Geitasands (L199603), en heildarstærð svæðisins (SL5) er um 1010 ha og mun allt að þriðjungur þess verði breytt og skilgreint í staðinn sem landbúnaðarsvæði. Um að ræða land í nágrenni svifflugvallarins á Geitamel.

Flugbraut / lendingarstaður FV4 innan svæðisins helst óbreytt. Varðandi Geldingalæk er gert ráð fyrir að breyta landbúnaðarsvæði syðst í landi Geldingalækjar (L164490), svokallað Stórholt í um 140 ha skógræktar- og landgræðslusvæði.

 

Skipulagsgögn má nálgast hér.

 

Samkvæmt 1. mgr. 30. gr. og 3. mgr. 40. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt sameiginleg lýsing skipulagsáætlunar að breytingu á landnotkun og deiliskipulags:

Norður Nýibær. Breyting á landnotkun og skilgreiningu VÞ23 í aðalskipulagi.

Rangárþing ytra vinnur að breytingu á Aðalskipulagi Rangárþings ytra 2016-2028 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna breytingar á landnotkun fyrir lóðina Norður Nýjabæ í Þykkvabæ. Fyrirhugað er að stækka verslunar og þjónustusvæðið VÞ23. Gert er ráð fyrir stækkun núverandi hótelbyggingar í allt að 5000m2, á allt að 3 hæðum. Innan verslunar og þjónustusvæðisins verður eining gert ráð fyrir hreinlegri iðnaðarstarfsemi s.s. smíðaverkstæði. Fyrirhugað er að heimila stækkun núverandi aðstöðu í allt 1500 m2. Heimiluð verði föst búsetu innan svæðis í allt 12 litlum íbúðum. Í rað -og/eða parhúsum. Gert verður ráð fyrir nýju íbúðarsvæði með allt að 3 íbúðarhúsalóðum á L219861 Norður Nýibær lóð. Gert verður ráð fyrir allt að þremur nýjum aðkomuvegum inn á skipulagssvæðið.

 

Skipulagsgögn má nálgast hér.

 

 

Lýsingarnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 1-3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is. Jafnframt er hægt að skoða skipulagsgögn og senda inn umsagnir í gegnum rafræna Skipulagsgátt á slóðinni www.skipulagsgatt.is

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við lýsingu og er frestur til að skila inn athugasemdum til og með 23. maí nk.

 

Samkvæmt 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 eru hér kynntar tillögur að eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

 

Jarlsstaðir, Rangárþingi ytra, breyting á deiliskipulagi

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 8. maí 2024 að auglýsa tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi frá 26.3.2020 fyrir Jarlstaði, þar sem gert er ráð fyrir uppbyggingu íbúðarhúss, hesthúss og skemmu, verði breytt. Í deiliskipulagsbreytingunni felst að mörk deiliskipulagssvæðis og lóðamörk lóða breytist. Lóðamörk lóðar 1 sem áður teygði sig til norðausturs meðfram ánni breytast. Lóðin styttist til norðausturs meðfram ánni en í staðinn stækkar lóðin til norðausturs að aðkomuvegi svæðisins. Lóðastærð er óbreytt. Lóðamörk lóðar 2 breytast lóðin minnkar úr 11.44 ha í 8.30 ha. Mörk skipulagssvæðis breytist til samræmis við breytta lóð og nær til lóða 1 og 2. Að öðru leyti gilda eldri deiliskipulagsskilmálar

 

Skipulagsgögn má nálgast hér.

 

Efra-Sel 3C, deiliskipulag (Endurauglýsing)

Sveitarstjórn Rangárþings ytra samþykkti á fundi sínum 8. maí 2024 að auglýsa tillögu að diliskipulagi fyrir Austursel, spildu úr Efra-Seli,. Breyting á aðalskipulagi þar sem gerð var breyting á landnotkun hefur tekið gildi með auglýsingu í B-deild. Deiliskipulagið mun gera ráð fyrir byggingu íbúðarhúss ásamt tilheyrandi uppbyggingu. Tillaga var auglýst frá og með 4. janúar 2023 til og með 15. febrúar 2023. Aðkoma er af Bjallavegi (272) og umferðarréttur um aðkomuveg sem liggur um lóðina. Vegna tímamarka í skipulagsreglugerð þarf að fjalla um tillöguna að nýju.

 

Skipulagsgögn má nálgast hér.

 

 

 

Tillögurnar liggja frammi hjá Skipulagsfulltrúa, Suðurlandsvegi 3, Hellu og á heimasíðu Rangárþings ytra, www.ry.is. Jafnframt er hægt að skoða skipulagsgögn og senda inn umsagnir í gegnum rafræna Skipulagsgátt á slóðinni www.skipulagsgatt.is

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 20. júní 2024.

 

Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til Skipulagsfulltrúa Rangárþings ytra í síma 488-7000 eða með tölvupósti birgir@ry.is

Haraldur Birgir Haraldsson

Skipulagsfulltrúi Rangárþings ytra

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?